Sagan okkar

Saga okkar nær allt til ársins 1990. Allar götur síðan höfum við lagt okkur alla fram við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og munum halda því áfram um ókomna tíð.

Verkstæði - Actros

1990

Vörubíla- & Vinnuvélaverkstæðið stofnað

Vörubíla- & Vinnuvélaverkstæðið er stofnað árið 1990 af Birni Guðmundssyni og konu hans, Kristínu Guðmundsdóttur. Björn var járnsmiður að mennt og hafði alla tíð haft brennandi áhuga á bílum af öllum stærðum og gerðum.

1990-1993

Fyrstu árin var Björn eini starfsmaðurinn

Hann byrjar með opnun verkstæðis að Smiðshöfða 19. Eftir rúmt ár þar færir hann sig yfir á Stórhöfða.

1993-1996

Húsasmiðjan hafði á þessum tíma beðið Björn um að sjá um viðhald og þjónustu á tækjum sínum. Á þessum tíma er Húsasmiðjan staðsett í Súðarvogi 3-5. Hann flytur verkstæðið í Súðarvog 38 til að vera nær Húsasmiðjunni og fyrstu starfsmenn Björns eru ráðnir til starfa.

1996

28. júní 1996 urðu mikil kaflaskipti í sögu fyrirtækisins þegar Kristín, kona Björns tekur fyrstu skóflustunguna að nýju verkstæði sem átti eftir að rísa við Tranavog 3.

1997-2007

Á þessum árum var í nóg að snúast, starfsmönnum fjölgaði og reksturinn stækkaði.

1 desember 1997 tekur til starfa ungur drengur úr Hafnarfirði sem þá hafði um nokkurt skeið unnið við viðgerðir á aftanívögnum fyrir landflutningadeild Eimskipa. Þessi ungi drengur er Grétar Agnarsson og starfar hann enn hjá fyrirtækinu.

2007-2017

1. apríl 2007 kaupir Guðmundur, sonur hjónanna allan hlut þeirra hjóna í fyrirtæki og tekur við rekstri þess.

Sá sorglegi atburður gerðis 8. júní 2008 þegar Björn varð bráðkvaddur í sumarhúsi sínu í Biskupstungum, þá aðeins 64 ára. Hans er sárt saknað. Minning hans lifir áfram í hjörtu allra sem fengu að kynnast þessum einstaka manni.

2017

Sleggjan-Desjamýri

Fyrirtækið hefur haldið áfram að dafna í gegnum árin og tími breytinga var runninn upp. 10 júní 2017 var tekin fyrsta skóflustungan að glæsilegu rúmlega 2.300 m2 húsi við Desjamýri 10.

Nýtt og glæsilegt hús var tekið í notkun í nóvember 2018. Öll aðstaða til fyrirmyndar.

Húsið hefur 10 innkeyrsluhurðir og gegnumkeyrslu í 4.

Samhliða flutningum í nýtt húsnæði var ákveðið að breyta um nafn á fyrirtækinu og um leið heiðra minningu stofnanda fyrirtækisins, Bjössa heitnum. Hann var iðulega kallaður Bjössi "Sleggja".

Sleggjan Þjónustuverkstæði ehf varð til, en rétt er að taka það fram að eingöngu var um nafnabreytingu að ræða, sama kennitala frá 1990.

1. september 2020

Sleggjan Klettagarðar 4

Klettagarðar 4

Þennan dag var opnuð önnur starfsstöð í Klettagörðum 4. Um leið var gerður þjónustusamningur við Allrahanda / Grayline um þjónustu og viðhald á öllum þeirra flota. Klettagarðarnir eru gríðarlega mikilvæg staðsetning því á þessu svæði hafa stærstu landflutningarfyrirtækin aðstöðu og því stutt fyrir þau að sækja þjónustu til Sleggjunnar. Verkstæðið í Klettagörðum er opið öllum.

1. maí 2021

Mercedes-Benz stjarna | logo

Samstarf Sleggjunnar og Öskju

Sleggjan og Bílaumboðið Askja gengu til samstarfs um þjónustu við Mercedes-Benz, Setra og Unimog vöru- og hópferðabíla. Sleggjan mun því taka yfir þjónustu, viðgerðir og viðhald á Mercedes-Benz vöru og hópferðabílum og flyst allt atvinnutækjaverkstæði Öskju til Sleggjunnar.

Sleggjan tekur við öflugum hóp starfsmanna sem koma frá Öskju og er hann frábær viðbót við annars einstaklega flottan hóp sem fyrir er í Sleggjunni.

September 2022

Sleggjan verður systurfélag Öskju

TOP ehf. eignast Sleggjuna að fullu. Samstarf félaganna eykst enn frekar, Sleggjan og Askja eru 100% í eigu sömu aðila.