7. júní 2024

Samskip taka í notkun eActros 300 rafmagnsvörubíl

Samskip hafa markað sér skýra stefnu um sjálfbærni.

Samskip-sjálfbærni-100% rafmagn

Markmiðið er að draga úr útblæstri koltvísýrings í allri starfsemi og bjóða viðskiptavinum sínum upp á kolefnislitla eða kolefnislausa flutninga.

Liður í að fylgja eftir þeirri stefnu er að taka í notkun rafmagnsbíla þar sem því er viðkomið. Fyrir nokkrum vikum fengu Samskip afhentan eActros 300 sem er búinn að vera í notkun í nokkrar vikur og reynst afar vel. Bíllinn er gerður út frá Selfossi og keyrir vörur í uppsveitir Árnessýslu.

Sleggjan atvinnubílar óskar Samskipum innilega til hamingju með þeirra fyrsta rafmagnsvörubíl eActros 300.

Nánar um eActros