eActros á ferð

eActros

Fullhlaðinn og klár í nýja tíma

  • 100% rafmagn
  • Drægni allt að 400 km
  • Myndavélar í stað spegla
  • 4x2 og 6x2
  • eAxle – rafmagnsdrif
  • 160kw hleðslugeta (DC)

Drifinn áfram af nýjungum og hljóðlátur

Þetta er fyrsti rafknúni vörubíllinn frá Mercedes-Benz. eActros er stórt skref að því að mjaka okkur nær markmiði um útblásturslausan akstur.

eActros er fáanlegur í tveimur útgáfum með þremur eða fjórum rafhlöðum. Hver þessara Li-ion rafhlaðna er með 112 kílóvattstunda (kWh) rýmd, sem gerir heildarrýmd annars vegar 336-kWh í eActros 300 og 448-kWh í eActros 400.

Þetta skilar eActros 300 allt að 330 km drægni og eActros 400 allt að 400 km drægni. Drægni fer eftir landslagi, aksturslagi, umhverfishitastigi, farmþyngd, yfirbyggingu og fleiri áhrifaþáttum. eActros er því með frábæra drægni, sem gerir hann sérlega hentugan fyrir vöruflutninga í þéttbýli og nærsveitum.

Skoðaðu útreikning á starfsemi þinni í reiknivélinni fyrir drægni á vefsíðu Mercedes-Benz Trucks

Skoða útreikning

Hleðsluferlið

Í stað bensínstöðva koma hleðslustöðvar. Með sínu staðlaða hleðslukerfi verður hleðslan á eActros eins snjöll og hugsast getur.

eActros notast við CCS Combo-2 tengið við hleðslu bílsins, sem er sama tengi of flestir fólksbílar nota við hraðhleðslu. (DC)

Hleðslugetan er allt að 160 kW og því er hægt að hlaða eActros 300 úr 20% upp í 80% hleðslu á rétt rúmum klukkutíma og á u.þ.b. einum og hálfum tíma fyrir eActros 400.

Meðallengd hleðslutíma fer eftir umhverfishitastigi og hitastigi bílsins, hleðslustöðu rafhlaðanna og hleðsluafköstum hleðslustöðvarinnar, auk annarra áhrifaþátta.

Senda fyrirspurn um eActros
eActros á ferðinni
eActro-hleðsla
eActros-að framan
eActros-innanrými
eActros-merki

Aðstoðarkerfi sem auka öryggi allra vegfarenda

Sem staðalbúnað í eActros er að finna margreynd aðstoðarkerfi frá Mercedes-Benz sem aðstoða ökumanninn, ekki síst í þéttbýli.

Þar má nefna, stöðugleikastýringu, akreinaskynjara, athyglisaðstoð, hliðar-árekstrarvörn, sjálfvirka hemlunaraðstoð, eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum svo fátt eitt sé nefnt. Í ökumannsrýminu er einnig að finna nýtt brunavarnarkerfi. Allt þetta vinnur að því að gera þunga- og vöruflutninga innanbæjar örugga og hagkvæma.

Í ofanálag eru allar eActros-útfærslur með hið lögbundna AVAS-hljóðviðvörunarkerfi sem staðalbúnað. Þetta er hljóðviðvörunarkerfi sem gefur frá sér hljóð þegar bílnum er ekið á allt að 60 kílómetra hraða á klukkustund, en tilgangurinn er sá að gera aðra vegfarendur meðvitaða um bílinn og auka þar með öryggið almennt.

Ný afköst við akstur og vinnu

Ný hásing með tveimur mótorum(eAxle), sem skilar stöðugu 330 kW afli og 400 kW hámarksafli tryggir snarpa og öfluga hröðun. Tveggja þrepa gírskipting og lár þyngdarpunktur ýta enn frekar undir þessa mögnuðu akstursupplifun.

Margmiðlunarlausnir í ökumannsrýminu og myndavélar í stað spegla eru staðalbúnaður og með ákaflega hljóðlátu ökumannshúsi verður aksturinn og vinnan um borð í eActros afslöppuð og streitulaus.

Með 400 kW hámarksafköstum er eActros fremstur á meðal jafningja

Kolefnishlutlausar samgöngur

Hluti af því markmiði Mercedes-Benz að ná kolefnishlutlausum samgöngum fyrir árið 2050 er að framleiðsla þeirra á heimsvísu verði einnig kolefnishlutlaus: Mercedes-Benz stefnir á kolefnislausa framleiðslu í öllum verksmiðjum og markaðssvæðum fyrir árið 2039 með því að nota endurnýjanlega raforku.

Með rafknúnu drifi er eActros þegar kolefnishlutlaus í staðbundnum akstri.

Aflrás

Í samanburði við dísilknúinn vörubíl nýtir eActros orkuna töluvert betur. Þetta fæst með skilvirkri orkunotkun og endurheimt raforku, sem gerir kleift að endurheimta mikið magn af raforku við hemlun.

Þessi endurheimt orku er sérstaklega mikil við akstur í þéttbýli og þar með er drægni bílsins hlutfallslega meiri í þéttbýli heldur en á lengri leiðum.

Góð nýting orkuauðlinda fer því ekki aðeins eftir sparneytni aflrásarinnar heldur hefur aksturslag og hegðun ökumannsins einnig mikil áhrif.

Nánar um eActros á vefsíðu Mercedes-Benz

Ítarlegri upplýsingar um eActros vörubílinn má nálgast á vefsíðu Mercedes-Benz.

eActros