5. okt. 2023

Varahlutir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla flytjast til Sleggjunnar

Frá og með 9. október mun öll afgreiðsla og þjónusta varahluta Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla flytjast til Sleggjunnar.

Mercedes-Benz eActros

Sleggjan tekur alfarið við afgreiðslu varahluta vöru- og hópferðabíla Mercedes-Benz.

Kæru viðskiptavinir Öskju og Sleggjunnar.

Frá og með 9. október mun öll afgreiðsla og þjónusta varahluta Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla flytjast til Sleggjunnar frá systurfélagi okkar, Öskju.
Nú eru því varahlutir staðsettir hjá Sleggjunni, ásamt öflugu verkstæði og sölu og ráðgjöf nýrra tækja.

Við viljum um leið láta vita að þjónusta verður að einhverju leyti skert föstudaginn 6. október vegna flutninganna. Við þökkum skilninginn og þolinmæðina.

Starfsfólk Öskju þakkar viðskiptavinum varahluta vöru- og hópferðabíla fyrir ánægjuleg viðskipti á meðan okkur í Sleggjunni hlakkar til að sinna eigendum Mercedes-Benz enn betur.

Hjá Sleggjunni eru daglegar hraðpantanir og vikulegar skipasendingar ásamt því að fullkomið vöruhús Mercedes-Benz í Þýskalandi veitir hraða og örugga þjónustu.

Við tökum vel á móti ykkur í Desjamýri 10 og bendum á að einnig er hægt að fylgjast með nýjustu fréttum frá Sleggjunni á Facebook og Instagram síðum okkar.

Kær kveðja,

Starfsfólk Öskju og Sleggjunnar.

Varahlutir hjá Sleggjunni