26. júní 2024

Sleggjan er viðurkenndur dreifingaraðili fyrir Wabco vörur!

Wabco búnaður er bæði  í stórum bílum og eftirvögnum

Við erum himinlifandi að tilkynna að Sleggjan er orðin viðurkenndur dreifingaraðili fyrir Wabco vörur á Íslandi.

Wabco er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á bremsustýringarkerfum og öðrum háþróuðum búnaði fyrir atvinnubíla og vagna. Þetta samstarf gerir okkur kleift að auka vöruúrval okkar og bjóða viðskiptavinum okkar upp á hágæða og nýstárlegar lausnir frá Wabco, og við erum full tilhlökkunar að geta boðið ykkur enn breiðara úrval af gæðavörum.

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við söluteymi okkar, varahlutir@sleggjan.is fyrir nánari upplýsingar.

Vefsíða Wabco
Wabco búnaður er í vögnum frá fjölmörgum framleiðendum.