21. ágúst 2023

Rafmögnuð kynning eActros

Í tilefni þess að sala er hafin á rafmögnuðum eActros héldum við hjá Sleggjunni sérstaka kynningu á þessum brautryðjandi bíl

Í síðustu viku runnu hér í gegn um 90 manns á sérstaka eActros kynningu Sleggjunnar.
Gestir gæddu sér á hamborgurum frá Grillvagninum, skoðuðu eActros í bak og fyrir ásamt því að hlusta á kynningu hjá Eiríki, framkvæmdastjóra Sleggjunnar.

Við fengum mikið af góðum spurningum og fundum fyrir miklum áhuga.
Hægt var að skrá sig í reynsluakstur og voru mjög góð viðbrögð. Bíllinn verður því á ferðinni núna næstu daga í reynsluakstri.

Hægt er að prufukeyra eActros hjá okkur í Sleggjunni og einnig er hægt að óska eftir því að mætt sé á vinnustað með kynningu og reynsluakstri á staðnum.

Ekki hika við að hafa samband við okkur!

Bóka reynsluakstur