26. júlí 2023

Fyrsti rafknúni vörubíll Mercedes-Benz er kominn til landsins

Með eActros tekur Mercedes-Benz stórt stökk fram á sviði sjálfbærra flutninga og undirstrikar skuldbindingar sínar til umhverfisins.

Eiginleikar eActros eru lykilatriði í flutningum framtíðarinnar: enginn mengandi útblástur, hljóðlátur og skilvirkur.

eActros er 100% rafdrifinn með öflugri rafdrifinni drifrás.

Eitt af því sem aðgreinir eActros frá samkeppnisaðilum er rafmagnsdrifásinn (eAxle), sem er fyrirferðarlítil og léttur, en hann hýsir 2 rafmótora sem vinna á sitt hvorum hraðanum.

Þetta einfaldar búnað bílsins þar sem enginn gírkassi er til staðar né drifskaft. Nýr eAxle stuðlar einnig að aukinni skilvirkni, minnkar orkutap og eykur drægni bílsins.

2ja þrepa rafmótorinn tryggir stiglausa og átakalausa hröðun sem gerir bílinn sérstaklega þægilegan í akstri.

Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar okkar hjá Sleggjunni.

Við tökum vel á móti þér!

Senda fyrirspurn
eActros kominn til landsins
Hljóðlátur, skilvirkur og 100% rafdrifinn eActros