Í sumar afhentum við vinum okkar hjá CCEP - Coca Cola Europacific Partners á Íslandi nýjan og glæsilegan Mercedes-Benz Actros 2546 á opnunarhátíð verkstæðis Landfara að Álfhellu 15 í Hafnarfirði.
Bíllinn er búinn vörukassa frá Kiesling, sem er gamalgróinn og virtur framleiðandi í Þýskalandi. Kiesling sérhæfir sig í smíði vandaðra vörukassa, sérstaklega hannaðra fyrir flutning á matvælum.
Bíllinn er afar glæsilegur og vel búinn, bæði fyrir bílstjóra og aðstoðarmann.
Við óskum CCEP og starfsfólki þeirra innilega til hamingju með nýja bílinn og vonum að hann reynist þeim einstaklega vel.