eEconic-keyrir um borgina

eEconic

Rafknúinn í borgum og bæjum.

  • 100% rafmagn
  • Drægni allt að xx km
  • Hljóðlátur
  • 160kw hleðslugeta (DC)

Ábyrgð gagnvart almenningi og umhverfinu

Bæir verða sífellt stærri og þar með eykst krafan um góðar samgöngur og skilvirka vöruflutninga, sem helst í hendur við bætt lífsgæði.

Svarið við þessu er bíll sem mætir þessum áskorunum, bíll sem er öflugur og sparneytinn og eykur öryggi allra vegfarenda.

Með rafmagns driflínu er eEconic rökrétt þróun á hinum trausta Econic vörubíl og hann er fullkomin lausn innan þéttbýlis, t.d. við sorphirðu og fleira.

Senda fyrirspurn

Öflugur, hljóðlátur og lipur

Góður bíll verður enn betri: eEconic er öflugri en hefðbundna útgáfan af bílnum – hann býður upp á mikið tog á hvaða hraða sem er.

eEconic með rafmagns driflínu státar einnig af því að vera töluvert hljóðlátari en forveri sinn með brunahreyflinum. Þetta kemur öllum til góðs: ökumönnum, farþegum, íbúum og vegfarendum.

Að innan fær hann líka uppfærslu: Margmiðlunarlausnir í ökumannsrýminu. Skýr uppsetningin og notendavæn hönnunin gera starfsumhverfið þægilegra.

Um leið heldur eEconic öllum kostum forvera síns: Hann liggur sérlega vel í akstri og er þægilegur í notkun, líka með þungan farm. Umfram allt býður stór og upphituð Thermocontrol-framrúðan upp á besta mögulega útsýnið í umferðinni og eykur þar með öryggi. Ofan á allt þetta bætast síðan ótal aðstoðarkerfi.

Lágt innstig og slétt gólf í ökumannsrýminu gera bílinn sérlega þægilegan í notkun.

Tækniupplýsingar
eEconic-að störfum
eEconic-innanrými
eEconic-öryggi

Nánari upplýsingar um eEconic á vefsíðu Mercedes-Benz

Ítarlegri upplýsingar um eEconic má nálgast á vefsíðu Mercedes-Benz.

eEconic-í hleðslu

Viltu vita meira um eEconic? Við erum til staðar fyrir þig, sendu okkur fyrirspurn og við svörum eins fljótt og auðið er.

Ólafur Þór Þórðarson

Sölustjóri vörubifreiða