Þjónusta

Alhliða þjónusta fyrir atvinnubifreiðar og eftirvagna byggð á áratuga reynslu og þekkingu.

Verkstæði

Á verkstæðinu er veitt fjölbreytileg þjónusta fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla.

Allar almennar viðgerðir eins og bremsuviðgerðir, gírkassa- og vélaviðgerðir, tjónaviðgerðir og almennar viðahalds og ábyrgðarviðgerðir.

Á verkstæðinu er mikil áhersla lögð á fyrirbyggjandi viðhald. Með því er hægt að tryggja að ökutæki verði síður fyrir ótímabæru stoppi og vinnutapi.

Umboðsverkstæði Sleggjunnar er staðsett í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en Sleggjan er einnig með starfsstöð í Klettagörðum 4 þar sem viðhaldsverkstæði vagna er starfrækt.

Þjónusta

  • Forgreining/hraðþjónusta
  • Smurþjónusta fyrir Mercedes-Benz atvinnubíla
  • Vörubílar
  • Hópferðabílar
  • Meiller vagnar
Bóka þjónustu

Vörubílar

Alhliða þjónusta fyrir Mercedes-Benz atvinnu- og vörubifreiðar.

Actros L fyrir utan Sleggjuna

Smur og þjónustuskoðanir

Bjóðum upp á alhliða smurþjónustu fyrir Mercedes-Benz atvinnubifreiða.

Sleggjan verkstæði - Tourismo
Markmið Sleggjunnar er að bjóða viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu hvenær sem þörf er á.